Einn ungur stuðningsmaður Chelsea datt í lukkupottinn á dögunum er hann hitti stjörnu liðsins, Willian.
Það var ekki fyrir fram ákveðið að Daniel ungi fengi að hitta Willian en var réttur maður á réttum stað.
Daniel er stuðningsmaður Chelsea en hann býr í Írlandi og gerði sér leið til Englands á dögunum til að sjá sinn fyrsta leik með Chelsea.
Móðir hans Bernie McGeee var með honum í för er þau rákust á Willian sem var heldur betur í stuði.
Áður en Daniel vissi af þá var hann byrjaður að halda boltanum á lofti ásamt Brasilíumanninum og tók móðir hans það upp á myndband.
Sjón er sögu ríkari.
Its not everday your son gets to kick ball with this man…@willianborges88 @ChelseaFC Thank you Willian for making my sons dreams come true. We came over from Ireland so Daniel could see his 1st Chelsea game. What a weekend! Icing on the cake was this!! pic.twitter.com/LOtEelRRYd
— Bernie McGee (@BernieMcGee2) 24 April 2019