Leikmenn Bolton Wanderers hóta því nú að sleppa því að mæta í síðustu leiki ensku Championship-deildarinnar.
Gengi Bolton hefur verið mjög slakt á leiktíðinni og er liðið nú þegar fallið niður í þriðju deild.
Liðið á enn tvo leiki eftir gegn Brentford og Nottingham Forest en gæti sleppt því að spila þær viðureignir.
Leikmenn gáfu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir segjast ekki ætla að mæta ef þeir fá ekki borguð laun.
Bolton er í fjárhagsvandræðum en eigandi liðsins Ken Anderson hefur lengi reynt að selja en án árangurs.
Leikmennirnir hafa ekki fengið borguð laun síðan í febrúar og fimm starfsmenn hafa lent í því sama.
Þeir gætu því gefið þessa tvo leiki sem eru eftir nema að eigandi félagsins nái að greiða þau laun sem þarf að greiða.