fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Hannes Þór fer yfir erfitt líf í Baku: ,,Fattaði ekki hvað maður hafði það gott“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes í Baku er ný heimildarmynd um Hannes Þór Halldórsson og fjallar um tímann sem hann átti hjá knattspyrnufélaginu Qarabag. Heimildarmyndin um okkar ástkæra landsliðmarkmann er nú aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.

Hanes yfirgaf Qarabag á dögunum og gekk í raðir Vals en hefðirnar í kringum æfingar, hjá félaginu voru skrýtnar.

„Síðan þarf ég að mæta aftur á æfingu upp úr tvö eða mæta upp á æfingasvæði klukkan tvö og hanga þar í fjóra klukkutíma, þangað til að æfingin byrjar klukkan sex. Það er svona eitthvað sem ég á svolítið erfitt með að venjast. Þetta er allt annar kúltúr heldur en maður er vanur úr Evrópu,“ segir Hannes Þór um æfingarnar í Baku sem hann þarf ekki að mæta á lengur.

Lítið skipulag var á því hvenær æfingar væru, leikmenn þurftu að hanga á æfingasvæðinu.

„Maður fattaði ekki alveg hvað maður hafði það gott fyrr en maður kom hingað. Mæta hálf tvö, tvö, bíða í fjóra klukkutíma inni á herbergi þar til maður fær sms um það hvenær æfingin byrjar. Það er yfirleitt um klukkan sex, hálf sjö. Æfingin er þá í einn til tvo klukkutíma og búin rúmlega átta,“ bætir Hannes Þór við en krakkarnir eru yfirleitt sofnaðir þegar hann kom heim á kvöldin
Brot úr myndinni er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“