Liverpool er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Huddersfield á Anfield í kvöld.
Huddersfield er botnlið úrvalsdeildarinnar og er þónokkuð langur tími síðan félagið féll niður um deild.
Liverpool var í engum vandræðum í leik kvöldsins og hafði að lokum betur með fimm mörkum gegn engu.
Þeir Sadio Mane og Mohamed Salah skoruðu báðir tvö mörk í leiknum og skoraði Naby Keita eitt.
Daniel Sturridge fékk tækifæri í leik kvöldsins en hann hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu í vetur.
Það var dúfa sem stal senunni um tíma á Anfield í kvöld en hún söng sitt síðasta er Liverpool fagnaði sigri í leiknum.
Dúfan lá dauð í grasinu og fangaði athygli Sturridge áður en það þurfti að fjarlægja hana burt.
Þetta má sjá hér.
Looks to be a dead Pigeon on the pitch – he’s already done more at Anfield than Moreno this season pic.twitter.com/9eUPo8sIPJ
— Paddy Power (@paddypower) 26 April 2019
Sturridge’s shot was so bad it killed a bird pic.twitter.com/l8YVE19nyH
— Lou (@louorns) 26 April 2019