Pepsi Max-deildin fer af stað í kvöld en fyrsti leikur sumarsins fer þá fram á Origo-vellinum.
Íslandsmeistarar Vals hefja leik og fá Víking Reykjavík í heimsókn en leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld.
Það eru nokkur ný nöfn á leikskýrslu í kvöld og byrja þeir Lasse Petry og Gary Martin báðir hjá Val.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.