fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Arnar ætlar að setja Sölva í bómull: ,,Hann er nútíma gladiator“

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson gat verið ánægður með sína menn í kvöld er Víkingur Reykjavík gerði 3-3 jafntefli við Val.

Arnar og félagar komust þrisvar yfir gegn Íslandsmeisturunum og komu vel á óvart á útivelli í fyrstu umferð.

,,Við sýndum hugrekki í kvöld. Við spiluðum okkar leik, við höfum gert þetta allan helvítis vetur en reyndar ekki með svona góðum árangri,“ sagði Arnar.

,,Við vorum svolítið hyper, þetta er ungt lið inni á milli og það vantaði meiri ró eftir að við komumst yfir.“

,,Ég er stoltur og líka svekktur, það eru þessi tvö orð sem mér dettur helst í hug núna.“

,,Við róuðum leikinn vel niður. Þetta er stór völlur, það er erfitt að hlaupa í 90 mínútur svo við róuðum leikinn vel niður og notuðum markmanninn vel.“

Logi Tómasson skoraði sturlað mark fyrir Val í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Arnar talar vel um þennan efnilega leikmann.

,,Hann hefur verið mjög flottur í vetur fyrir okkur en lenti í því óláni að fótbrotna fyrir 7-8 vikum. Það var bónus að eiga hann inni.“

,,Hann er einn af þessum fjölmörgum strákum okkar sem eiga framtíðina fyrir sér ef þeir eru fókusaðir og vilja þetta þá ná þeir langt.“

Arnar ræddi svo fyrirliðann Sölva Geir Ottesen sem varð fyrir hnjaski í kvöld og virkaði heldur betur tæpur undir lok leiksins.

,,Sölvi er bara stríðsmaður. Þetta er nútíma gladiator. Hann hefur æft í vetur, hann byrjaði fyrir fimm, sex vikum. Hausinn fer langt með hann. Hann er leiðtoginn í okkar liðu og drífur menn áfram. Það er allt önnur holning og gæði í liðinu þegar hann spilar. Ég ætla persónulega ekki að sjá um að setja hann í bómull!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Í gær

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Í gær

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin