Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hitti leikkonuna Emilia Clarke á dögunum og tóku þau mynd saman.
Clarke er þekktust fyrir það að leika Daenerys Targaryen í þáttaröðunum vinsælu Game of Thrones.
Salah þurfti að ferðast aðeins til að mæta á sömu hátíð og Clarke og missti í kjölfarið af einni æfingu.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé í lagi og að hann sé svolítið öfundsjúkur út í Egyptann.
,,Að ferðast þessa dagana er ekkert vandamál. Það væri meira vandamál ef bíllinn hans hefði bilað og hann hefði þurft að labba heim,“ sagði Klopp.
,,Hann missti af einni æfingu en hann er byrjaður að æfa á ný og allt er í lagi. Ég sá nokkrar myndir og hann tók sig frábærlega út í jakkafötunum. Vá!“
,,Hann hitti mikið af frægu fólki. Frú Targaryen? Hún var þarna líka. Ef hann hefði spurt mig þá hefði ég kannski farið með honum! Þetta var fróðlegt og hann er nú mættur aftur.“
The Egyptian King in the North and Queen Daenerys Targaryen, first of their names #ForTheThrone pic.twitter.com/YcfXRFefuJ
— LFC USA (@LFCUSA) 24 April 2019