fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Stuðningsmenn United rifja upp þegar Gerrard „gaf“ Chelsea titilinn – Sjáðu atvikið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 12:21

Gerrard og Riise

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður hart tekist á í Manchester í kvöld þegar City heimsækir United í mikilvægum leik fyrir báða aðila. United reynir að ná Meistaradeildarsæti en City berst um sigur í deildinni.

City má ekki missa stig þar sem Liverpool er á flugi, tapi liðið stigum í kvöld er Liverpool komið með níu fingur á þann stóra.

Stuðningsmenn Liverpool halda með United í kvöld en margir stuðningsmenn United vilja tapa leiknum, svo að Liverpool verði ekki meistari.

,,Ole Gunnar Solskjær sem er stjóra Manchester United, er alveg sama hvort Liverpool eða City verði meistari. Hann er að reyna að komast í Meistaradeildina,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, íþróttafréttamaður á Stöð2 í Brenlsunni á FM957 í dag.

Ríkharð benti á það sem margir United menn hafa gert í dag að Liverpool hefði getað gert United greiða árið 2010, þá gaf Steven Gerrard, Chelsea mark sem endðai með því að dollan fór til Lundúna.

,,Svo fóru United menn að rifja upp þegar Liverpool hefði getað gert United greiða en gerði ekki, Steven Gerrard lagði upp mark á Drogba. Þetta var 2010, leikurinn var 2 maí. Chelsea vann leikinn, endaði með 86 stig og United endaði með 85 stig.“

,,Til að gæta sanngirni þá gerði Liverpool greiða árið 1995, liðið vann Blackburn í síðasta leik en United gerði jafnefli í síðustu umferð, gerðu mistök. Blackburn varð meistari þrátt fyrir tap.“

Mistök Gerrard frá 2010 eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum