fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Liverpool fékk enga greiða frá United: City vann sannfærandi sigur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er skrefi nær því að vinna ensku úrvalsdeildina, annað árið í röð undir stjórn Pep Guardiola, eftir sigur á Manchester United.

Öll hjól eru farin undan vagninum sem Ole Gunnar Solskjær, stýrir. Manchester United er í frjálsu falli.

Markalaust var í hálfleik en eftir ágætis byrjun Manchester United, var City sterkari aðilinn.

Manchester United gaf hressilega eftir í síðari hálfleik og City gekk á lagið, Bernardo Silva skoraði fyrsta mark leiksins. Luke Shaw bakkaði frá honum og David De Gea gerði illa í markinu.

Leroy Sane bætti svo við eftir skyndisókn en aftur, var De Gea í markinu, slakur. 0-2 forysta City og sigurinn klár.

City komið á topp deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir, liðið á leiki við Burnley, Leicester og Brighton eftir. Liðið er stigi á undan Liverpool sem á eftir að mæta Huddersfield, Newcastle og Wolves.

Tapið er slæmt fyrir United en liðið á veika von á Meistaradeildarsæti, liðið þarf hins vegar að vinna síðustu þrjá leikina til að eiga von.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“