Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði Rostov er liðið tók á móti Lokamotiv Moskvu í úrvalsdeildinni í Rússlandi í dag.
Björn Bergmann Sigurðarson var á bekknum en lék síðustu mínúturnar þegar Rostov tapaði 1-2.
Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar í jafntefi gegn Akhmat.
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu í 2-0 sigri á Anzhi.
Arnór skoraði seinna mark liðsins en CSKA situr í þriðja sæti deildarinnar.