Það komust þrír Íslendingar á blað í dag er lið Aalesund spilaði við Skeid í norsku annarri deildinni.
Aalesund vann góðan 4-2 heimasigur en staðan var 3-1 eftir fyrri hálfleikinn í dag.
Aron Elís Þrándarson skoraði fyrsta mark leiksins og stuttu seinna bætti Daníel Leo Grétarsson við öðru.
Þremur mínútu eftir mark Daníels þá skoraði Hólmbert Friðjónsson svo þriðja mark Aalesund og íslensk þrenna staðreynd á aðeins sjö mínútum.
Aalesuind er í efsta sæti deildarinnar og er án taps eftir fyrstu fjórar umferðirnar.