Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, er talinn einn allra fljótasti leikmaður heims.
Mbappe lék með liði PSG gegn Monaco í gær en hann skoraði þrennu í leiknum, sama dag og PSG tryggði sér meistaratitilinn.
Frakkinn tók ótrúlegan sprett í einu af mörkum sínum er hann mældist á 38 kílómetra hraða.
Það er meira en meðalhraði fyrrum fljótasta manns heims, Usain Bolt sem hefur lagt hlaupaskóna á hilluna.
Meðalhraði Bolt þegar hann setti heimsmet í 100 metra spretthlauti var 37,58 og var meðalhraði Mbappe því meiri.
Magnaðan sprett hans má sjá hér.
Acceleration of a fucking cheetah man, Mbappe is unreal. pic.twitter.com/S79IhU3KII
— A. (@KaizerT8) 21 April 2019