Samband Jurgen Klopp og Mohamed Salah er ekki eins gott og það var áður samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi í dag.
Blaðamaðurinn Fred Calenge greinir frá þessu en hann starfar fyrir blaðið Telefoot.
Calange segir að samband Klopp og Salah hafi versnað undanfarna mánuði þrátt fyrir gott gengi á tímabilinu.
Salah er einn allra mikilvægasti leikmaður þeirra rauðu og hefur raðað inn mörkum á tímabilinu.
Egyptinn er þó reglulega orðaður við brottför en stórlið á Spáni eru sögð hafa áhuga á hans þjónustu.
Ekki er greint frá því af hverju samband þeirra á að hafa versnað en sumir vilja meina að Salah telji sig ekki vera aðalmanninn í Liverpool-borg þessa stundina.
Téléfoot journalist @FredCalenge claims that Mohamed Salah no longer really gets on with Liverpool boss Jürgen Klopp.
— Get French Football News (@GFFN) 22 April 2019