Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að árangur liðsins í deildarbikarnum á tímabilinu sé merkilegri en árangur liða í Meistaradeildinni.
Sarri er ekki svo viss um það að Meistaradeildin sé erfiðari keppni en þar leika öll bestu félög Evrópu.
Sarri nefnir það þó að Chelsea hafi þurft að spila við þrjú stórlið í deildarbikarnum og tapaði svo að lokum gegn Manchester City í úrslitaleiknum.
,,Enska úrvalsdeildin er mjög erfið, til að komast í úrslit deildarbikarsins þurftum við að vinna Liverpool, Tottenham og svo spila gegn Manchester City í úrslitum,“ sagði Sarri.
,,Það er auðveldara að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Ég held að fólk horfi of stórt á Meistaradeildina.“
,,Auðvitað er það mikilvægasta keppnin fyrir félagslið en þér er sparkað úr leik um leik og stundum þarftu stöngin inn eða stöngin út til að komast áfram eða ekki.“