fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Handtekinn eftir að ókunnugur maður hafði mætt heim til hans – Rándýr jakkaföt rifin

433
Sunnudaginn 21. apríl 2019 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Bent, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, var handtekinn um helgina samkvæmt enskum miðlum.

Bent var afar öflugur framherji á sínum tíma en hann er 35 ára gamall í dag og starfar aðallega í sjónvarpi hjá Sky Sports.

Samkvæmt fregnum þá brjálaðist Bent á dögunum er hann fann eiginkonu sína Kirsty með öðrum manni á þeirra heimili.

Bent sá bifreið fyrir utan hús þeirra hjóna og keyrði nokkra hringi í kringum hverfið áður en maðurinn yfirgaf svæðið að lokum.

Bent gekk þá reiður að eiginkonu sinni og rifust þau heiftarlega áður en hringt var á lögregluna.

Greint er frá því að Bent hafi fengið ábendingu áður um að ókunnugur maður hafi verið staddur á heimili þeirra er hann var á leið í vinnuna.

,,Darren brjálaðist eftir að rándýr jakkaföt hans voru rifin. Þetta var klikkun,“ er haft eftir vitni sem var á staðnum en rifrildi Bent og Kirsty fór yfir strikið.

Lögreglan mætti síðar á svæðið og handtók reiðan Bent en honum var sleppt stuttu seinna og var ekki ákærður.

Þessi fyrrum enski landsliðsmaður hefur áður lent í veseni í hjónabandinu en Kirsty ásakaði hann um framhjáhald stuttu áður en þau eignuðust saman tvíbura.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar