Jose Mourinho hefur ráðlagt Tottenham hvernig skal sparka Ajax úr leik í undanúrslitum, Meistaradeildarinnar.
Mourinho vann Ajax með Manchester United, í úrslitum Evrópudeildarinnar árið 2017.
Mourinho fór í stíl sem hann þekkir, múraði fyrir markið, spilaði af hörku og það þoldi ekki Ajax.
,,Við gáfum þeim leik sem þeir vildu ekki, þeir kvörtuðu yfir því hvernig við spiluðum,“ sagði Mourinho.
,,Þeir kvörtuðu undan Fellaini, yfir því að við værum að spila af hörku, þeir kvörtuðu af því að þeir réðu ekki við okku.r“
,,Ef þú spilar þann leik sem Ajax vill að þú spilir, þá áttu á hættu að þeir séu betri en þú.“