Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United og þjálfari hjá félaginu í dag, var handtekinn á þriðjudag. Hann er sakaður um að hafa lagt hendur á fyrrum eiginkonu sína.
Butt og Shelley Barlow, ákváðu á síðasta ári að skilja en þau höfðu verið gift í ellefu ár. Samband þeirra var komið á endastöð.
Barlow n býr ennþá í húsinu sem þau áttu saman. Húsið er metið á 7 milljónir punda eða, rúman milljarð.
Butt var handtekinn á heimilinu eftir átök en Shelley var lítilega meidd eftir átök þeirra. Þrjár lögreglur mættu á heimilið sem Butt heimsækir reglulega, til að hitta tvö börn sem þau eiga saman.
,,Hann kom þangað til að sækja hluti sem hann átti, það sauð allt upp úr,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
,,Fyrrum eiginkona hana hans, vill ekki sjá hann í húsinu en hliðið var opið, hann keyrði því bara inn.“
,,Hún gjörsamlega sturlaðist, sagði honum að drulla sér út. Hún er með nýjan kærasta, sem er alltaf á svæðinu.“