Það gengur erfiðlega hjá Manchester United að framlengja samninga við sínar helstu stjörnur, þannig hefur David De Gea ekki viljað krota undir nýjan samning.
Nú virðist ganga erfiðlega fyrir Marcus Rashfod að gera slíkt hið sama, hann er með launakröfur sem United vill ekki gangast að.
Rashford er 21 árs gamall og þénar 80 þúsund pund á viku, hann heimtar nú 200 þúsund pund á viku.
Þetta finnst United of mikil hækkun og vill félagið ekk gangast að kröfunum, félagið telur Rashford of ungan fyrir þessi laun.
Rashford hefur verið slakur síðustu vikur og það hjálpar honum ekki í þessum viðræðum um nýjan samning en Rashford á tvö ár eftir af núverandi samningi.