Fjölmiðlar á Englandi og Spáni fjalla mikið um það hvað Real Madrid gerir í sumar, talið er að Zinedine Zidane fari í miklar breytingar.
Til að geta verslað hressilega þarf Zidane að selja ansi mikið, þannig eru Gareth Bale, Toni Kroos, Marco Asensio og fleiri sagðir til sölu.
Til að styrkja liðið er Eden Hazard mest orðaður við liðið og sömu sögu er að segja af Paul Pogba.
Nú segja miðlar á Spáni að Real Madrid ætli að setja aukinn kraft í það að reyna að ganga frá kaupum á Hazard og Pogba.
Það verður auðveldara að sannfæra Chelsea um að selja Hazard en hann á aðeins ár eftir af samningi, flóknari gæti verið að fá Pogba frá Manchester United.