Mo Salah, leikmaður Liverpool er einn áhrifamesti einstaklingur í heimi. Þetta kemur fram í samantekt Times.
Salah prýðir forsíðu blaðsins en nokkrar mismunandi forsíður eru af þessu tölublaði.
Taylor Swift, Dwayne ‘The Rock’ Johnson , LeBron James, Alex Morgan og Naomi Osaka eru einnig þar á meðal.
Salah er frá Egyptalandi en þar er hann skærasta stjarna landsins, afrek Salah með Liverpool hafa vakið heimsathygli.
Forsíðuna má sjá hér að neðan.