Liverpool hefur frumsýnt nýja treyju sem leikmenn félagsins munu klæðast á næstu leiktíð.
New Balance mun þá framleða treyju félagsins í síðasta sinn í bili, Liverpool ræðir við Adidas og Nike um að taka við.
Ný treyja Liverpool á að svipa til treyju sem félagið notaði árið 1984 og varð Evrópumeistari í.
Kenny Dalglish og fleiri goðsagnir gerðu þessa treyju fræga en liðið vann Roma í úrslitum árið 1984.
Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi fjalla um málið og þar skiptast menn í tvo hóp. ,,Ég get ekki þennan gula lit. Mikið er ég feginn að þetta newbalance/Warrior tímabil er að klárast,“ skrifar Friðrik Jónsson.
,,Klár tía. Einhver klassi yfir þessum búning. Menn verða að vera vel klæddir þegar þeir fara að lyfta bikurum,“ skrifar Jón Víkingsson
Treyjuna má sjá hér að neðan en einnig umræðu stuðningsmanna Liverpool á Íslandi.