Ashley Young, varnarmaður Manchester United varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í fyrradag. Það kom í kjölfarið á tapi Manchester United gegn Barcelona í Meistaradeldinni í >. Young átti þar slakan leik.
,,Enn einn svartur leikmaður, að þessu sinni Ashley Young sem verður fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Kick and Out.
Raheem Sterling, Danny Rose og Mo Salah hafa fengið að finna fyrir fordómum á síðustu vikum á veraldarvefnum.
Mikið hefur gengið á undanfarnar vikur, fleiri leikmenn en áður hafa orðið fyrir fordómum. Leikmenn í Englandi hafa nú fengið nóg, þeir ætla í aðgerðir til að vekja athygli á þessu slæma ástandi.
Á morgun munu stjörnur deildarinnar senda frá sér mynd þar sem vakin verður athygli á málinu og þá munu þeir fara í frí frá samfélagsmiðlum í 24 klukkustundir.