Það eru bara átta dagar í að Pepsi Max-deildin fari af stað, ómissandi hluti af henni eru Pepsi Max-Mörkin.
Þar er skipstjóri líkt og áður, Hörður Magnússon. Hann hefur verið afar farsæll í starfi sínu og aukið hróður deildarinnar.
Hörður er ekki bara frábær þáttastjórnandi, hann er einnig frábær leikari. Það hefur hann sannað ár, eftir ár, með auglýsingum fyrir þættina.
Nýjasta auglýsingin var birt nú í kvöld en þar fer Hörður algjörlega á kostum.
Auglýsinguna má sjá hér að neðan.