Chris Munday, 46 ára gamall stuðningsmaður Manchester United lést á dögunum. Hann ætlaði að horfa á félagið sitt í sjónvapinu en vaknaði aldrei aftur.
Munday sem var 46 ára, bjó í Altrincham sem er lítill bær, rétt fyrir utan Manchester.
Munday hafði lagst upp í rúm, þar ætlaði hann að horfa á Match of the Day, atvikið átti sér stað um síðustu helgi. Munday ætlaði þar að sjá helstu tilþrif United í sigri á West Ham.
Match of the Day er þáttur sem er sýndur á BBC, þar eru helstu tilþrif úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sýnd.
Hann fékk heilablæðingu og ekki náðist að koma honum til lífs aftur, það var eiginkona hans sem kom að honum.
Munday var harður stuðningsmaður Manchester United en hann skilur eftir sig þrjú börn og eiginkonu.
Allir sem þekktu Munday eru á einu máli, hann var vinur allra og vildi allt fyrir alla gera, ef marka má ensk blöð.