Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands fær frí sem hann hefði ekki kosið í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Hannes lét reka sig af velli í leiknum um meistara meistaranna sem nú fer fram. Markalaust er í hálfleik á leik Vals og Stjörnunnar. Hannes var að spila sinn fyrsta keppnisleik með Val eftir heimkomu, hann fékk rauða spjaldið á 45 mínútu.
Rauða spjald Hannesar kom ekki að sök í venjulegu leiktíma en hvorugu liðinu tókst að skora.
Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni en þar voru ellefu mörk skoruð, það var Orri Sigurður Ómarsson, sem klikkaði fyrir Val og þannig enduðu leikar.
Stjarnan, meistarar meistaranna en liðið fer á flugi inn í sumarið.
Vítakeppnin:
Hilmar Árni Halldórsson 0-1
Kaj Leo í Bartalsstovu 1-1
Baldur Sigurðsson 1-2
Emil Lyng 2-2
Nimo Gribenco 2-3
Lasse Petry 3-3
Eyjólfur Héðinsson 3-4
Einar Karl Ingvarsson 4-4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 4-5
Gary Martin 5-5
Jóhann Laxdal 5-6
Orri Sigurður Ómarsson (Klikkaði á vítaspyrnu)