Spænska blaðið AS sagði frá því í gær að Mohamed Salah leikmaður Liverpool hefði áhuga á að yfirgefa félagið í sumar.
Þar var sagt að Salah hefði látið Jurgen Klopp, stjóra Liverpool vita af þessu.
AS talaði um ósætti þeirra á milli en umboðsmaður Salah segir þetta af og frá, kappinn sé sáttur í herbúðum Liverpool.
,,Talandi með rassgatinu á sér aftur,“ sagði umboðsmaður Salah um þessa frétt AS.
AS, blaðið er tengt Real Madird en spænska stórveldið hefur haft áhuga á Salah.
Talking out of their AS again I see.
— Ramy Abbas Issa (@RamyCol) April 17, 2019