Argentínsku bræðurnir Ivan og Kevin Moran hafa skrifað undir hjá KH og munu leika með liðinu í sumar.
Ivan er 26 ára gamall varnarmaður sem lék með Aftureldingu í Lengjubikarnum. Ivan hefur leikið í Grikklandi og Gíbraltar auk heimalandsins.
Kevin er 21 árs gamall miðjumaður sem var í herbúðum b-deildarliðanna CA Atlanta og Club Almagro í heimalandinu.
Þá hefur Trausti Freyr Birgisson skrifað undir hjá KH, en hann var á mála hjá Fjölni yfir vetrartímann. Trausti Freyr kláraði 2. flokk hjá Val síðasta haust, en hann lék þrjá leiki með KH í fyrrasumar.
Greint var frá því í vikunni að landsliðsmaðurinn, Birkir Már Sævarsson væri nýr aðstoðarþjálfari KH en hann leikur með Val.