Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við spænska stórliðið Barcelona í gær. Verkefni United var alltaf að fara verða erfitt í gær en liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.
Lionel Messi var í stuði í leiknum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem unnu sannfærandi 3-0 sigur. Philippe Coutinho bætti við þriðja marki Börsunga sem unnu einvígið samanlagt, 4-0.
Ole Gunnar Solskjær tók tímabundið við United í desember en var svo ráðinn til framtíðar í síðasta mánuði. ESPN fjallar um markmið hans í félagaskiptaglugga sumarsins.
Sagt er að Solskjær sé með marga öfluga menn á óskalista sínum og ESPN, birti þennan í dag. Þetta segir miðilinn að sé óskalisti Solskjær.
Óskalisti Solskjær:
Kalidou Koulibaly
Raphael Varane
Saul Niguez
Aaron Wan-Bissaka
Declan Rice
Jadon Sancho