Pepsi Max deild karla hefst í næstu viku en nú er orðið ljóst hvernig búningar félaganna verða.
Þetta kemur fram í gögnum frá KSÍ en er lítið um óvænt tíðindi.
Það sem vekur mesta athygli er að varabúningur Vals, er nú grænn, hann var áður hvítur.
Varabúningar Vals eru ansi líkir þeim búningi sem Breiðablik hefur notað. Það sem vekur athygli, er að Breiðablik þarf að fara í varabúning sinn gegn Val á útivelli, en það gæti reynst erfitt fyrir Val að fara í sinn, þegar liðið heimsækir Blika.
HK og Fylkir þurfa að fara oftast í varabúninga sína, eða í fimm af 11 útileikjum. Hvítur og blár eru þeir litir sem verða hvað mest spennandi.
Lista um þetta má sjá hér að neðan.