8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru nú í gangi en búið er að flauta fyrri hálfleik af í tveimur leikjum.
Það var boðið upp á frábæra skemmtun á Etihad vellinum í Manchester þar sem heimamenn í Manchester City fengu Tottenham í heimsókn.
Staðan eftir fyrri hálfleikinn er 3-2 fyrir City en fyrstu mínútur leiksins voru hreint út sagt ótrúlegar.
Eftir aðeins 11 mínútur í leik kvöldsins var staðan orðin 2-2 og voru liðin lítið í því að verjast.
Raheem Sterling skorað fyrsta mark leiksins áður en Heung-Min Son bætti við tveimur fyrir gestina á 7. og 10. mínútu.
Einni mínútu eftir seinna mark Son þá jafnaði Bernardo Silva metin fyrir City og staðan orðin 2-2.
Sterling bætti svo við sínu öðru marki tíu mínútum seinna og kom City í 3-2 og reyndist það síðasta mark fyrri hálfleiksins!
Í hinum leik kvöldsins er staðan 1-0 fyrir Liverpool sem leikur við portúgalska stórliðið Porto.
Manchester City 3-2 Tottenham (hálfleikur)
1-0 Raheem Sterling(4′)
1-1 Heung-Min Son(7′)
1-2 Heung-Min Son(10′)
2-2 Bernardo Silva(11′)
3-2 Raheem Sterling(21′)
Porto 0-1 Liverpool (hálfleikur)
0-1 Sadio Mane(26′)