fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Ótrúlegum fyrri hálfleik lokið í Meistaradeildinni – Þetta gerðist á Etihad

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru nú í gangi en búið er að flauta fyrri hálfleik af í tveimur leikjum.

Það var boðið upp á frábæra skemmtun á Etihad vellinum í Manchester þar sem heimamenn í Manchester City fengu Tottenham í heimsókn.

Staðan eftir fyrri hálfleikinn er 3-2 fyrir City en fyrstu mínútur leiksins voru hreint út sagt ótrúlegar.

Eftir aðeins 11 mínútur í leik kvöldsins var staðan orðin 2-2 og voru liðin lítið í því að verjast.

Raheem Sterling skorað fyrsta mark leiksins áður en Heung-Min Son bætti við tveimur fyrir gestina á 7. og 10. mínútu.

Einni mínútu eftir seinna mark Son þá jafnaði Bernardo Silva metin fyrir City og staðan orðin 2-2.

Sterling bætti svo við sínu öðru marki tíu mínútum seinna og kom City í 3-2 og reyndist það síðasta mark fyrri hálfleiksins!

Í hinum leik kvöldsins er staðan 1-0 fyrir Liverpool sem leikur við portúgalska stórliðið Porto.

Manchester City 3-2 Tottenham (hálfleikur)
1-0 Raheem Sterling(4′)
1-1 Heung-Min Son(7′)
1-2 Heung-Min Son(10′)
2-2 Bernardo Silva(11′)
3-2 Raheem Sterling(21′)

Porto 0-1 Liverpool (hálfleikur)
0-1 Sadio Mane(26′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

United í rassíu gegn bröskurum með miða – Hafa lokað á 22 þúsund miða á þessu tímabili

United í rassíu gegn bröskurum með miða – Hafa lokað á 22 þúsund miða á þessu tímabili