Eiður Smári Guðjohnen er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu Íslands en hann átti magnaðan feril.
Eiður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea en hann lék með liðinu frá 2000 til 2006 við góðan orðstír.
Seinna var sóknarmaðurinn keyptur til Barcelona og lék einnig með liðum eins og Tottenham og Monaco.
Með Chelsea vann Eiður þónokkra titla og þar á meðal ensku úrvalsdeildina 2005 og 2006.
Það er til fræg mynd af Eiði eftir annan titilinn er hann notaði bikarinn í heldur athyglisvert verkefni.
Eiður speglaði sig í bikarnum á meðan hann rakaði sig, eitthvað sem ekki margir hafa gert.
Skemmtileg upprifjun en myndina má sjá hér fyrir neðan.
— Out Of Context Chelsea (@OOCChelsea) 16 April 2019