Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við spænska stórliðið Barcelona í gær. Verkefni United var alltaf að fara verða erfitt í gær en liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.
Lionel Messi var í stuði í leiknum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem unnu sannfærandi 3-0 sigur. Philippe Coutinho bætti við þriðja marki Börsunga sem vann einvígið samanlagt, 4-0.
Messi var í stuði en Barcelona ákvað að gera grín að helsta frasa United, þessa dagana. ,,Ole at the wheel,“ hafa stuðningsmenn og félagið notað um Ole Gunnar Solskjær.
Það var hins vegar bara einn maður við stýrið í gær eins og Börsungar bentu svo á.