Þeir Lionel Messi og Chris Smalling ræddu saman eftir viðureign Manchester United og Barcelona í vikunni.
Messi lá blóðugur eftir í grasinu eftir samstuð við Smalling þar sem varnarmaðurinn sló til Argentínumannsins.
Smalling segir að þeir hafi rætt atvikið eftir leikinn en Messi vissi af því að höggið hafi verið óvart.
,,Já við ræddum saman eftir þetta. Ég áttaði mig ekki á því að ég hefði slegið hann svona,“ sagði Smalling.
,,Eftir lokaflautið þá ræddum við aðeins saman og ég tók í hendina á honum. Hann sagði við mig að hann vissi að þetta hafi verið óvart.“