Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur skotið föstum skotum á Jamie Carragher, fyrrum leikmann Liverpool.
Carragher ræddi tvo leikmenn Chelsea á dögunum, þá Callum Hudson-Odoi og Eden Hazard sem eru orðaðir við brottför.
Carragher er ánægður með að Hudson-Odoi sé ekki búinn að framlengja við Chelsea og sagði þá að Hazard væri of góður fyrir liði og ætti að leita annað.
,,Ég hef séð ummæli Carragher um Hudson-Odoi og einnig um að Hazard sé of góður til að spila fyrir Chelsea. Hræsnin fór í taugarnar á mér,“ sagði Hasselbaink.
,,Carragher var ekki á þessari skoðun þegar Luis Suarez eða Philippe Coutinho vildu fara til Barcelona eða þegar Raheem Sterling vildi fara til Manchester City.“
,,Hudson-Odoi er uppalinn hjá félaginu og fær ekki meiri ást annars staðar en hann fær hjá Chelsea.“
,,Jamie Carragher hefði aldrei yfirgefið Liverpool og ég er ekki viss um að hann ætti að ráðleggja öðrum ungum leikmönnum að fara hina leiðina.„