Það eru ekki allir sem eru svo heppnir að fá að hitta Lionel Messi, leikmann Barcelona á Spáni.
Messi hefur lengi verið talinn besti leikmaður heims og segja sumir að hann sé besti leikmaður sögunnar.
Hann mætti á Old Trafford á miðvikudaginn er Barcelona vann 1-0 sigur á Manchester United í Meistaradeildinni.
Eftir leikinn þá fékk hún Adolphine Lukaku að hitta Messi en hún er móðir Romelu Lukaku, leikmanns United.
Adolphine elskar fótbolta og er mikill aðdáandi Messi. Hún fékk faðmlag frá Argentínumanninum eftir leikinn.
Adolphine var gríðarlega spennt og ánægð er Messi mætti á svæðið eins og má sjá hér fyrir neðan.