fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Margrét var ranglega sökuð um að leggja í einelti: ,,Ömurlegt að fá svona ásakanir á sig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur átt magnaðan feril sem knattspyrnukona, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt. Margrét leikur í dag með Val, hún snéri heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku árið 2016.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Sumarið 2016 kom upp mál í Val þar sem Margrét var sökuð um að leggja samherja sína í einelti, þær fréttir reyndust á engum rökum reistar. ,,Það er ömurlegt að fá svona ásakanir á sig;“ sagði Margrét í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar.

Margrét segir það alvarlegan hlut að saka einhvern um að leggja í einelti, þegar ekkert er til í slíku.

,,Ég hef alltaf sagt það, að það má gagnrýna mig fyrir að vera of þung, ekki í formi, of gömul, of léleg. Það má gagnrýna leikmann fyrir það sem hann er, en þegar þú ert farinn í persónuna. Að þú sért ekki góð manneskja, að þú sért eitthvað að leggja einhvern í einelti. Það finnst mér alvarlegur hlutur.“

,,Maður á ekki að tala um þannig hluti nema að það sé byggt á einhverjum rökum. Ég veit kannski minnst um þetta mál, sá sem er verið að tala um veit minnst. Ég kannast við hvað þú ert að tala um.“

Margrét segist aldrei hafa vitað af einelti í Val, hún er kröfuhörð en aldrei meira en það.

,,Það hefur aldrei verið einelti í Val, aldrei. Ekki svo ég viti, ég hef aldrei lagt einn eða neinn í einelti. Það er ljótur hlutur og við erum öll sammála um það. Auðvitað eru íþróttir eins og þær eru, ég veit alveg að ég get verið kröfuhörð á samherja mína en ég er líka kröfuhörð á sjálfan mig. Það er aldrei þannig að maður sé að dæma einhverja manneskju. Ég held að þessi umræða hafi farið alltof langt, ég held að allir leikmenn sem voru í Val að það var ekkert svona í gangi. Það er frábær mórall og var á þeim tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“