fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Gary fór á fund um nýjar reglur: Fer þetta fram á sólbaðsstofu?

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, leikmaður Vals, var mættur á fund ásamt öðrum leikmönnum og dómaranefnd í gær.

Greint var frá nýjum reglum sem verða teknar upp í deildum á Íslandi og er ein af þeim ansi skondin.

Eins og flestir vita er veðrið ekki alltaf frábært á sumrin og eru gráðurnar ekki bestu vinir landsmanna.

Ef hitinn fer yfir 32 gráður í sumar þá fá leikmenn þriggja mínútna vatnspásu eins og Gary greinir frá á Twitter.

,,Svo í kvöld þá mættum við á fund því nýjar reglur hafa verið settar fyrir sumarið.. Ég heyrði eitt það besta sem ég hef heyrt,“ sagði Gary.

,,Ef hitinn er meiri en 32 gráður þegar við spilum leik þá fáum við þriggja mínútna vatnspásu.“

,,Ef hitinn fer yfir 32 gráður á Íslandi þá erum við að spila í Sælunni,“ skrifaði framherjinn að lokum.

Þar á Gary við sólbaðsstofuna Sælan en það er ekki ólíklegt að Íslendingar þurfi að leita þangað í sumar ef þeir ætla sér að ná 30 gráðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“