fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Er öllum illa við Óla Kristjáns? – ,,Þeir eru ekki spádómslega vaxnir“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 13:58

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var verið að velta þungum steinum í Dr. Football, sem Hjörvar Hafliðason stýrir í dag. Rætt var ítarlega um íslenska boltann í þætti dagsins.

Hrafnkell Freyr Ágústsson og Mikael Nikulásson spáðu því báðir í þætti dagsins að FH yrði Íslandsmeistari í sumar. Flestir telja að Valur verði meistari þriðja árið í röð, þessir sérfræðingar eru ekki á sama máli.

,,Ég hef smá taugar til FH núna, það er öllum svo illa við Óla Kristjáns, hann pirrar marga,“ sagði Hjörvar Hafliðason, um málið þegar rætt var um FH.

Ólafur Kristjánsson, er að fara inn í sitt annað tímabil með FH. Eftir erfitt ár í fyrra, ætlar FH sér stóra hluti.

,,Ég sá hann um daginn, það er swager yfir honum sem hefur ekki verið.“

Eftir að Mikael og Hrafnkell höfðu spáð því að FH verði meistari, tók Kristján Óli Sigurðsson, til máls.

,,Þeir eru ekki spádómslega vaxnir þessir menn við hliðina á mér, FH verður ekki einu sinni í öðru sæti. Ég veit að Valur verður meistari.“

Þátt dagsins má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“