fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Bjarni opnar sig um erfiða ákvörðun: ,,Gat ekki boðið fólki upp á þetta lengur“

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Þór Viðarsson er hætur í fótbolta en hann greindi sjálfur frá þessu í þáttunum Fimleikafélagið í dag.

Bjarni hefur leikið með FH undanfarin ár en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans.

Bjarni var til að mynda meiddur allt síðasta sumar og mun nú taka að sér starf hjá Símanum og fjalla um fótbolta.

Önnur sería af þáttunum ‘Fimleikafélagið’ er hafin og er Bjarna fylgt á eftir í þriðja þætti.

Bjarni opnar sig aðeins um þá ákvörðun að hætta í lok þáttar þar sem hann segist ekki geta boðið fólki upp á þetta lengur.

„Já, ég er hættur. Ég hef ekki sagt mörgum það en ákvað um daginn með konunni að ég gæti ekki boðið fólki í kringum mig upp á þetta lengur,“ sagði Bjarni.

,,Ég er búinn að vera mikið meiddur þegar ég var úti, tvö eða þrjú ár af ferlinum bara fjarverandi.“

,,Það er erfitt að vera að mæta í einkaþjálfun á hverjum einasta degi.“

Rætt er við Bjarna hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“