fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Ólafur ekki lengi að nefna þann besta: ,,Því miður vorum við ekki nógu góðir í kringum hann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Ingi Skúlason sem er 35 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril, byrjaði hann með Fylki en hélt síðan til Arsenal.

Við spurðum Ólaf að því hver væri besti landsliðsmaður sem hann hefði spilað með á ferlinum.

Hann var ekki lengi að kokka upp svar sem kannski kemur landsmönnum lítið á óvart.

Ólafur nefnir Eið Smára Guðjohnsen en hann var lengi langbesti leikmaður landsliðsins er hann spilaði með liðum eins og Chelsea og Barcelona.

,,Eiður Smári. Hann var ótrúlegur leikmaður og ég sem svona djúpur miðjumaður sem reiðir sig á töfra einhverra annarra þá var það hrein unun að spila með honum,“ sagði Ólafur.

,,Hann var alltaf tilbúinn að fá boltann og við vorum því miður ekki nógu góðir í kringum hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar