fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Var ósætti sem enginn vissi af í íslenska landsliðinu fyrir HM? „Neitaði að taka í höndina og horfa í augun á honum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram virkilega áhugaverður umræður, líkt og venjulega í Dr. Football, hlaðvarpsþætti sem Hjörvar Hafliðason stýrir af mikilli snilld. Þáttur dagins var áhugaverður, í meira lagi.

Í þættinum fór fram umræða um íslenska landsliðið og hvort ósætti innan hópsins hefði verið ástæða þess að ekki hafi gengið vel síðustu mánuði.

,,Ég er að lesa bók sem heitir Winning teammates, sem fjallar um sigur, heild og annað slíkt. Við höfum að undanförnu verið að fjalla um hörmungar íslenska landsliðsins. Það er verið að fjalla um það, þegar þú mátt ekki sýna veikleikamerki,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Hjörvar rifjaði þá upp atvik frá síðasta sumri, í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

,,Ég fór að pæla í einu, munið þið eftir því þegar Birki Bjarnasyni var skipt af velli í leiknum gegn Noregi, í æfingaleik fyrir HM. Í staðinn fyrir að labba út af og taka í höndina á leikmanninum sem var að koma inn, þá fór hann beint af velli og neitaði að taka í höndina og horfa í augun á honum.“

Samkvæmt skýrslu KSÍ frá leiknum við Noreg, sem er aðgengileg á netinu, var það Albert Guðmundsson sem kom inn fyrir Birki í leiknum. Samkvæmt Dr. Football í dag neitaði Birkir því að taka í hönd Alberts.

,,Ef þú myndir spyrja leikmenn landsliðsins út í þetta, þá myndu þeir segja að þetta hafi ekki haft nein áhrif. Að þetta hafi ekki skipt neinu máli, við þekkjum þetta, þegar menn eru í svona hóp og menn fyrir utan eru að reyna að gera mikið úr einhverju, sem er ekki neitt.“

,,Íslenska liðið stóð alltaf fyrir liðsheild, stóð alltaf fyrir ákveðnum gildum. Getur verið að þetta hafi verið stærra augnablik en við héldum?.“

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins sagðist hafa vitað um leið og þetta atvik hefði átt sér stað að þetta myndi hafa áhrif á leikmannahóp landsliðsins.

,,Ég talaði um þetta strax, úti í bæ. Maður hafði heyrt einhverjar ástæður, af hverju þetta var. Ég sagði við vissa menn að það hefði komið mér á óvart, að maðurinn sem kom inn þarna í þessum leik, hafi verið valinn í HM hópinn. Ekki út af knattspyrnulegri getu, bara að þetta myndi hafa áhrif. Að annar yrði að vera eftir, ef þjálfararnir gætu ekki tekið á þessu. Birkir Bjarnason var aldrei að fara að vera skilinn eftir. Það var vitað frá þessu augnabliki að þetta myndi hafa áhrif.“

Hjörvar tók svo fram að hann viti ekkert hvað hafi komið upp en styrkleiki landsliðsins, hafi alltaf verið liðsheild.

,,Ég veit ekkert hvað gerðist í þessu tilviki, þessi heild sem var yfir íslenska landsliðinu. Það var okkar mesti styrkur.“

Umræðuna má heyra úr þætti dagsins hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan

Landsliðið kom saman í dag – Mikilvægir leikir framundan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val