fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433

Þjálfari Andorra svarar Hamren: ,,Þetta eru reglur UEFA“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Íslenska landsliðið er mætt til Andorra og nú er að ganga í garð síðasti sólarhringurinn, fyrir leikinn mikilvæga gegn heimamönnum á morgun. Undankeppni EM, hefst á morgun. Íslenska liðið mætti til Spánar á mánudag, dvaldi í Peralada í Katalóníu og æfði þar í þrígang. Liðið fór í svo þriggja klukkutíma rútuferð til Andorra. Liðið æfði á keppnisvellinum síðar í dag.

Leikurinn fer fram á, Estadi Nacional þjóðarleikvanginum í Andorra. Völlurinn er einn sá minnsti sem landsliðið hefur leikið á. Aðeins komast um 3300 áhorfendur fyrir á vellinum en það eru aðstæður sem fara oft í taugarnar á andstæðingum Andorra, um er að ræða gervigras. Sem landsliðsmenn Íslands eru fæstir vanir að spila á.

Erik Hamren, þjálfari Íslands er ekki sáttur með að boðið sé upp á slíkan búnað í undankeppni Em.

,,Það er bara einn leikmaður sem leikur á gervigrasi á Íslandi, annars eru allir leikmenn á grasi,“ sagði Hamren á fréttamannafundi fyrir leikinn..

Hamren skilur ekki að Andorra bjóði upp á svona völl í undankeppni EM.

,,Gervigras er gott, sem hægt er að nota þegar þú byrð í Skandinavíu eða í kaldari löndum.“

,,Að mínu mati, í undankeppni EM, á aldrei að spila á gervigrasi. Þetta er önnur íþrótt, ekki fótbolti. Það er mín skoðun á gervigrasi í undankeppni.“

Koldo Álvarez, þjálfari Andorra svaraði Hamren. ,,Þetta eru reglur UEFA, það er í lagi að spila á svona. Þannig að þar fer leikurinn fram, ég myndi elska að hafa völl þar sem það er venjulegt gras en svo er ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans