fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Gylfi hefur aldrei skorað meira – Bætti eigið met

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson komst á blað fyrir lið Everton í dag sem mætti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi lék allan leikinn fyrir heimamenn í dag en liðið vann góðan 2-0 sigur og fékk stigin þrjú.

Íslenski landsliðsmaðurinn steig á vítapunktinn í seinni hálfleik en Kepa Arrizabalaga varði frá honum í markinu.

Gylfi náði þó frákastinu og skaut boltanum örugglega í netið og kom Everton í 2-0.

Þetta var 12. mark Gylfa í deildinni á tímabilinu en hann er markahæsti leikmaður Everton.

Gylfi hefur aldrei skorað eins mörg mörk í efstu deild áður en hann náði mest 11 með Swansea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja