fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hver er þessi nýjasta stjarna sem fæddist hjá United í kvöld? – Lestu allt um það hérna

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í kvöld er hinn ungi James Garner kom við sögu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Margir leikmenn United eru að glíma við meiðsli og má nefna Jesse Lingard, Marcus Rashford, Anthony Martial og Juan Mata.

Það var pláss fyrir Garner á varamannabekk United í kvöld er liðið vann góðan 3-1 útisigur.

Garner er aðeins 17 ára gamall og fékk sæti á bekknum ásamt þeim Tahith Chong og Angel Gomes sem eru einnig taldir mjög efnilegir.

Garner er fæddur þann 13. mars árið 2001 en hann skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamningin í fyrra.

Garner hefur verið líkt við Michael Carrick, fyrrum leikmann United, sem var frábær miðjumaður á sínum tíma. Garner leikur einnig á miðjunni.

Hann er þekktur fyrir góðar og nákvæmar sendingar og er þá einnig mjög vinnusamur fyrir framan öftustu línu.

Garner var partur af U18 liði United sem vann deildarmeistaratitilinn árið 2017/2018 og var oft með fyrirliðabandið.

Unglingurinn hefur tvisvar áður verið á bekknum en hann var á tréverkinu í leikjum gegn Valencia og Reading á tímabilinu.

Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem Garner fær mínútur í aðalliði United en hann kom inná sem varamaður í blálokin.

Garner er Manchester United út í gegn en hann hefur spilað fyrir félagið síðan hann var átta ára gamall.

Einnig hefur Garner spilað fyrir yngri landslið Englands og var fyrirliði er liðið tapaði fyrir Hollandi í undanúrslitum EM.

,,Hann er Michael Carrick en 20 árum yngri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, um leikmanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík