fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Labbar Alfreð eins og kóngur um Augsburg í dag? ,,Þjóðverjinn heldur aftur að sér nema að hann sé kominn í glas“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason framherji Augsburg var í stuði í gær þegar liðið mætti Mainz í þýsku úrvalsdeildinni.

Alfreð skoraði þrennu í leiknum og hefur nú skorað fjórar þrennur í þessari sterkur úrvalsdeild.

,,Ég tek þessu fagnandi, þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í Brennslunni á FM957 í dag, sem varð þrítugur á föstudag og það byrjar vel að komast á fertugsaldurinn.

Alfreð skoraði fyrstu tvö mörkin úr vítaspyrnum en þriðja markið var afar snyrtilega gert.

,,Það var mjög gott liðsmark, þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna tíu leiki í röð, það voru læti í klúbbnum fyrir leik. Tveimur leikmönnum hent út og nýr aðstoðarþjálfari, griðarlega mikilvægur sigur.“

Smelltu hér til að sjá mörk Alfreðs í leiknum

Ríkharð Óskar Guðnason spurði Alfreð um það hvort hann myndi labba um göturnar í Augsburg í dag og allir myndu vilja spjalla við hann.

,,Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, heldur aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja, á Spáni og Grikklandi komu allir upp að þér og sögðu það sem þeir vildu. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn í bænum, það er bara eitt lið hérna.“

Jens Lehmann varð aðstoðarþjálfari liðsins í vikunni, reynslumikill markvörður sem náði langt. Hann las aðeins yfir framherjanum í gær í hálfleik.

,,Hann er að koma sterkur inn, á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja það sem honum finnst. Hraðinn og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom inn, hann kom með einföld fyrirmæli fyrir mig í hálfleik í gær og sagði mér að hlaupa meira, allir voru að klappa mér á bakið eftir mörkin í tvö en hann á greinilega að vera vonda löggan, sem er gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu