fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
433Sport

Segir Ronaldo hóta því að birta hefndarklám af sér: Bauð henni fjármuni til að þegja

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jasmine Lennard sem átti í ástarsambandi við Cristiano Ronaldo fyrir um tíu árum síðan, segir hann vera geðsjúkling. Þessu heldur hún fram og segir í samtali við ensk blöð í dag að Ronaldo hafi reglulega hótað henni því að dreifa hefndarklámi.

Lennard og Ronaldo áttu í sambandi í nokkra mánuði, áður en hann yfirgaf Manchester United árið 2009 og gekk í raðir Real Madrid.

Það er einmitt sama árið og Kathryn Mayorga, kona í Las Vegas heldur því fram að Ronaldo hafi nauðgað sér á hrottalegan hátt. Ronaldo ku hafa greitt Mayorga fyrir að tjá sig aldrei um samskipti þeirra. Lennard hefur verið í samskiptum við lögfræðinga hennar og býður fram hjálparhönd.

Meira:
Þetta er konan sem sakar Cristiano Ronaldo um hrottalega nauðgun – „Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin“
Fyrrum ástkona Ronaldo segir hann geðsjúkling: Ætlar að að aðstoða konuna sem sakar hann um hrottalega nauðgun

Lennard heldur því fram að Ronaldo hafi reglulega spurt hana, hvernig henni þætti það að faðir hennar myndi sjá af henni nektarmyndir. Hún kveðst hafa beðið Ronaldo margoft að láta sig í friði. Hún segir að þau hafi átt í samskiptum á síðustu 18 mánuðum.

Hún segir að eftir að hún steig fram þá sé Ronaldo búinn að bjóða henni fjármuni. ,,Ég er með skilaboð frá Ronaldo þar sem hann býður mér pening, fyrir að halda kjafti,“ segir Lennard.

,,Ég sagði honum að fara til fjandans, þetta snýst ekkert um peninga. Ég ætla ekki að vera hans þræll, flestar konur hefðu tekið þessu tilboði.“

Hún segist eiga von á lögfræðingum Mayorga til London. ,,Ég ræddi við þá í klukkutíma í síma, eftir að þeir heyrðu hvað ég hafði að segja, þá vilja þeir setjast niður með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Mikael sendi Haraldi sjóðheita pillu: ,,Skelfilegur og er 30 kílóum of þungur – hvað er að gerast þarna?“

Mikael sendi Haraldi sjóðheita pillu: ,,Skelfilegur og er 30 kílóum of þungur – hvað er að gerast þarna?“
433Sport
Í gær

Nýi boltinn á Englandi fær frábær viðbrögð – Sjáðu myndirnar

Nýi boltinn á Englandi fær frábær viðbrögð – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Plús og mínus: Er blaðran sprungin?

Plús og mínus: Er blaðran sprungin?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ronaldo ekki eins góður kærasti og þekktur vandræðagemsi: ,,Hann er miklu vinalegri“

Ronaldo ekki eins góður kærasti og þekktur vandræðagemsi: ,,Hann er miklu vinalegri“