fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
433Sport

Nær Guðni ekki að ráða inn yfirmann knattspyrnumála? – ,,Guðni þarf að rífa sig upp af rassgatinu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. september 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ þarf að laga ýmislegt í starfi sínu ef hann ætlar að halda starfi. Þetta var mat sérfræðinga Dr. Football, sem er hlaðvarpsþáttur sem Hjörvar Hafliðason stýrir.

Stærsta kosningamál Guðna var að ráða inn yfirmann knattspyrnumála þegar hann kom til starfa í febrúar árið 2017.

Ekki hefur gengið að fá það í gegn en kosið verður aftur til formanns í upphafi næsta árs. Sögur eru á kreiki um að leitað sé að sterkum frambjóðanda til að fara gegn Guðna.

,,Þessu var lofað í janúar á síðasta ári, núna er september árið 2018. Miðað við það sem ég hef heyrt, þá er Rúnar ekki að taka við,“ sagði Hjörvar í Dr. Football.

,,Það er nýtt ársþing í byrjun næsta árs, verður Guðni ekki að ráða þennan mann inn?.“

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins tók í sama streng og hélt því fram að Guðni þyrfti að laga ýmislegt.

,,Guðni þarf að gera ýmislegt núna, þetta er ekki eina málið sem hann þarf að redda. Hann þarf að rífa sig upp af rassgatinu. Hann fær stórt mótframboð, það kemur gæi inn í janúar í þetta starf. Þá verða það bara ég eða Stjáni, Íslendingur sem er ekki að fara að gera neitt. Ekkert alvöru nafn.“

,,Ég held að Jón Rúnar og þessir hákarlar fari aftur á móti Guðna með alvöru mann, hann þarf að passa  sig til að halda starfinu. Ég held að enginn hafi haft trú á því að þetta myndi verða.“

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Hjörvars í þættinum tók í sama streng.

,,Ef ég væri fulltrúi liðs sem kaus Guðna í síðustu formanns kosningum, þetta var hans stærsta mál að ráða inn í þetta starf. Mæta þarna og ekkert hefur gerst, myndi ég kjósa Guðna aftur? Ég stórefa það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír sendir heim eftir að hafa leigt sér vændiskonur: „Ég sagði honum að klára sig af og drulla sér svo heim“

Þrír sendir heim eftir að hafa leigt sér vændiskonur: „Ég sagði honum að klára sig af og drulla sér svo heim“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba að fá 600 milljónir í bónus frá United: Vill samt ólmur fara

Pogba að fá 600 milljónir í bónus frá United: Vill samt ólmur fara
433Sport
Í gær

Þetta sagði spámaðurinn Gústi Gylfa við Gumma Ben: ,,Þið getið spurt hann“

Þetta sagði spámaðurinn Gústi Gylfa við Gumma Ben: ,,Þið getið spurt hann“
433Sport
Í gær

Rúnar Páll: Við brotnuðum bara

Rúnar Páll: Við brotnuðum bara
433Sport
Í gær

Valur fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni: Fara til Slóveníu

Valur fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni: Fara til Slóveníu
433Sport
Í gær

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“