fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433

Klopp útskýrir rifrildi sitt við Shaqiri í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. september 2018 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki í besta skapinu í gær eftir 2-1 tap liðsins gegn Chelsea.

Liverpool tapaði 2-1 gegn Chelsea á Anfield en Eden Hazard sá um að tryggja þeim bláu sigur.

Eftir leik þá var Klopp pirraður út í Xherdan Shaqiri, leikmann Liverpool og lét hann heyra það.

Klopp hefur nú útskýrt af hverju hann rauk til kantmannsis í hvelli eftir leik.

,,Ég var að ræða um síðustu aukaspyrnuna við hann,“ sagði Klopp sem vildi ekki að Jordan Henderson myndi taka hana.

Klopp vildi að Shaqiri myndi finna Mohamed Salah úti á vængnum í stað þess að Henderson hefði skellt boltanum inn í teig.

,,Við vildum að Mo kæmist á boltinn, flestir leikmenn voru í svæðinu þar sem við sendum boltann.“

,,Ef við hefðum komið Mo í stöðuna, einn á móti einum á þessu augnabliki, það hefði ekki verið slæmt. Ég var bara að ræða aukaspyrnuna, ekkert annað.“

Klopp var duglegur að garga á Shaqiri á meðan leiknum stóð en vill ekki gera meira úr þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar