fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019
433Sport

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. september 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH telur að mikið framboð af beinum útsendingum af Pepsi deild karla sé stór ástæða þess að fólk mætir illa á völlinn. Þetta kom fram á X977 í útvarpsþættinum, Fótbolta.net.

Stöð2 Sport er með heimsklassa umfjöllun um deildina og eru margir leikir í beinni útsendingu.

Aðsókn á leiki hefur minnkað mikið á síðustu árum og sumarið í ár hefur ekki verið gott. Félögin í landinu hafa reynt að bæta sína umgjörð en ekkert gerist. Fólk mætir illa og það hefur áhrif á fjárhag liðanna í deildinni.

,,Það er eitt orð yfir þetta, þetta er skelfing,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH um mætinguna í Pepsi deild karla í sumar.

Jón segist ekki hafa neina eina skýringu en hefur þó tilgátu um það. ,,Í dag er ekki ein skýring frekar en einhver önnur, ég hef hins vegar haft skoðun á þessu í mörg ár. Hún er enn sú sama.“

,,Það að þetta sé vinsælt sjónvarpsefni, offramboð. Sérstaklega í svona sumrum, leiðinlegt veður. Þá er besta sætið, sem er slagorð þess sem sýnir þetta, besta sætið. Harðkjarninn mætir en lausafylgið mætir ekki.“

Þáttinn og umræðuna má heyra hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Scholes fær væna sekt fyrir að brjóta veðmálareglur

Scholes fær væna sekt fyrir að brjóta veðmálareglur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt húðflúr á liðsfélaga Jóhanns vekur athygli: Flestum finnst það ljótt

Nýtt húðflúr á liðsfélaga Jóhanns vekur athygli: Flestum finnst það ljótt
433Sport
Í gær

Valur fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni: Fara til Slóveníu

Valur fær erfitt verkefni í Meistaradeildinni: Fara til Slóveníu
433Sport
Í gær

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“

Sjáðu allar helstu myndirnar úr brúðkaupi Gylfa og Alexöndru: „Þið eruð algerlega æðisleg og framtíðin er svo sannarlega ykkar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórstjörnur sem fóru í fangelsi: Þuklaði á konu og nefbraut hana

Stórstjörnur sem fóru í fangelsi: Þuklaði á konu og nefbraut hana
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus