fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hörmungarbyrjun Hamren – Kemur illa út í samanburði við þjálfara síðustu ára

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það byrjar ekki vel hjá Erik Hamren, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, en fyrsta verkefni hans með hópinn er á enda. Íslenska liðið var rassskellt í fyrsta leik Hamrens. Sá leikur fór fram ytra gegn Sviss og tapaðist 6-0. Hamren stýrði svo sínum fyrsta heimaleik í vikunni og unnu Belgar nokkuð auðveldan 0-3 sigur. Byrjun Hamrens er slæm og ef síðustu 20 ár eru skoðuð þá kemur Hamren ekki vel út.

Mistök í sínum fyrsta landsleik
Hamren gerði sig sekan um mistök í sínum fyrsta landsleik og hefur í raun viðurkennt þau. Hann spilaði með leikkerfið, 4-4-2 í tapinu gegn Sviss. Íslenska liðið var undirmannað á miðsvæðinu sem varð til þess að vörnin fékk afar mörg áhlaup á sig. Fjarvera lykilmanna hefur heldur ekki hjálpað Hamren í byrjun. Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson leika í ensku úrvalsdeildinni og misstu af báðum leikjunum, Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að skora fyrir liðið og leikur í þýsku úrvalsdeildinni, hann gat ekki tekið þátt í verkefninu. Emil Hallfreðsson, sem leikur í úrvalsdeildinni á Ítalíu, missti af fyrri leiknum, það sást svo gegn Belgíu hvað hann hjálpar liðinu mikið. Íslenska liðið má illa við því að missa menn í meiðsli og hvað þá þegar um er að ræða fjóra af þeim fimm leikmönnum sem leika í fjórum sterkustu deildum í heimi.

Hamren var sáttur þrátt fyrir tap
Hamren var ánægður með landsliðið í leiknum gegn Belgíu þrátt fyrir um væri að ræða fyrsta tap liðsins á heimavelli, í keppnisleik, frá því í júní árið 2013. „Við get­um verið sátt­ir við frammistöðuna á móti einu besta liði í heimi. Þeir spila góðan fót­bolta. Það eina sem ég var ekki sátt­ur við var að skora ekki mark. Við unn­um eins og lið í 90 mín­út­ur, ólíkt því sem við gerðum á móti Sviss. Þar vor­um við 11 ein­stak­ling­ar. Við verðum að spila sem lið á móti liði eins og Belg­íu. Þú getur verið sigurvegari þrátt fyrir að tapa.

Erfiðasta byrjun sem þjálfari gat fengið
Fyrstu fimm leikir Hamrens í starfi eru þeir erfiðustu sem íslenskur landsliðsþjálfari hefur fengið. Tveir leikir gegn Belgíu, næstbestu knattspyrnuþjóð í heimi, Sviss, sem er áttunda besta landslið í heimi, og æfingarleikur gegn Frakklandi sem eru heimsmeistarar. „Ég vissi að fyrstu fimm leik­irn­ir væru erfiðir. Frakk­ar, Belg­ar tvisvar og Sviss tvisvar. Við verðum að reyna að spila vel og ná í úr­slit og verða eitt af tíu bestu liðunum fyr­ir drátt­inn í undan­keppni EM.“

Kemur illa út í samanburði
Í samanburði við þá átta þjálfara sem stýrt hafa landsliðinu í 21 ár þá kemur Hamren illa út. Um er að ræða samanburð úr keppnisleikjum en flestir af þessum þjálfurum fengu æfingarleiki til að byrja með. Það er hægt að finna til með Hamren en á móti kemur þá tekur hann við besta íslenska landsliði sem við höfum átt. Aðeins Atli Eðvaldsson hefur ekki náð í stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í starfi síðustu ár.


Erik Hamren – 2018
Sviss 6-0 Ísland
Ísland 0-3 Belgía
Stigafjöldi – 0
Markatala = 9 mörk í mínus


Heimir Hallgrímsson – 2016
Úkraína 1-1 Ísland
Ísland 3-2 Finnland
Stigafjöldi – 4
Markatala = Eitt mark í plús


Lars Lagerbäck – 2012
Ísland 2-0 Noregur
Kýpur 1-0 Ísland
Stigafjöldi – 3
Markatala = Eitt mark í plús


Ólafur Jóhannesson 2007/2008
Danmörk 3-0 Ísland
Noregur 2-2 Ísland
Stigafjöldi – 1
Markatala = Þrjú mörk í mínus


Eyjólfur Sverrisson – 2006
Norður-Írland 0-3 Ísland
Ísland 0-2 Danmörk
Stigafjöldi – 3
Markatala = Eitt mark í plús


Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson – 2003
Ísland 2-1 Færeyjar
Litháen 0-3 Ísland
Stigafjöldi – 6
Markatala = Fjögur mörk í plús


Atli Eðvaldsson – 2000
Ísland 1-2 Danmörk
Tékkland 4-0 Ísland
Stigafjöldi – 0
Markatala = Fimm mörk í mínus


Guðjón Þórðarson – 1997
Liechtenstein 0-4 Ísland
Ísland 2-4 Írland
Stigafjöldi – 3
Markatala = Tvö mörk í plús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“